30.9.2009 | 08:26
Óvinir Íslands
Hverjir eru óvinir Íslands? Skv. Webster Tarpley, höfundi bókarinnar "Surviving the Cataclysm" sem sagði fyrir um hrunið og atburði sem nú eru að rætast, en er skrifuð árið 1999, þá eru það stjórnvöld Breta, Hollendinga og svo skuggalegt samsafn alþjóðlegra bankamanna.
Hljóðskrá af fyrsta fyrirlestri Tarpleys, sem bar yfirskriftina "Efnahagslausnir fyrir Ísland" er aðgengileg hér fyrir neðan (ath - 132 Mb). Fyrirlesturinn frá í gær fjallaði um hrunið og var byggður á bók hans "Surviving the Cataclysm" og efni frá þeim fundi mun verða aðgengilegt fljótlega.
Í kvöld kl 20 verður svo þriðji fyrirlestur Tarpleys í Reykjavíkurakademíunni og í þetta sinn verður fjallað um skuggahliðar Óbamastjórnarinnar. Missið ekki af því! Reykjavíkurakademían er í JL húsinu. Bækur Tarpley eru einnig til sölu á staðnum.
Download: tarpley1.oklippt.mp3
Vill að viðtölum verði eytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.