8 árum síðar

Það dóu um 3.000 einstaklingar í atburðunum hroðalegu fyrir 8 árum.  En jafn sorglegur og hræðilegur og dauði þeirra er, þá fylgdi meira í kjölfarið.

Christie Whitman, fulltrúi stjórnvalda steig fram, brosti í myndavélina og tilkynnti að andrúmsloftið væri í lagi.  Fólkið fór því aftur í vinnuna, skólana og vann að hreinsun húsnæðis síns, björgunarstarfsmenn unnu grímulausir á World Trade torgi, þar sem þrjár risastórar byggingar höfðu breyst í duft með öllu sínu asbesti, þungmálmum, steypu, járni, líkamsleifum, tölvum. gleri... allt að dufti.  Þetta fólk hefur sumt dáið og hinir stríða við skerta virkni lungna og margfalda hættu á krónískum lungnasjúkdómum.

Í framhaldinu var farið í herferð til Afganistan og svo til Íraks, með vandlega skjöluðum lygum lykilmanna í bandaríska stjórnkerfinu.  Þar dóu tugir þúsunda í Afganistan og sennilega milli einnar og tveggja milljóna í Írak.  Herinn er þar ennþá, fólk er enn að deyja og varla hægt að sjá að þessar "björgunaraðgerðir" vesturlanda hafi fært fólkinu þar skárri heim.

Eða okkur sjálfum.  Við erum meðhöndluð sem algerir þrælar í hvert sinn sem við fljúgum milli landa.  Fartölvur geta verið teknar og öll gögn afrituð.  Vökvi gerður upptækur.  Fólk fer sumstaðar í gegn um myndavélar sem sýna viðfangið nakið og í slíkri upplausn að hver einasta svitahola á hörundinu sést.  Ef þú segir ákveðin orð eða grínast eitthvað, þá hefur það tafarlausar afleiðingar.  Fólk hefur einnig verið beitt hryðjuverkalögum ef það er að skamma börnin sín á flugi eða með öðrum hætti sýnir ekki algera auðsveipni.

Allt þetta rugl í kjölfar 11. september 2001. 

Það eru margfalt meiri líkur á að þú deyir í bílslysi en úr hryðjuverkum.  Það eru sennilega meiri líkur á að þú vinnir stóra vinninginn í víkingalottóinu heldur en að þú verðir fórnarlamb hryðjuverka.

Meiri hætta virðist stafa af stjórnvöldum og eftirlitsstofnunum.


mbl.is Hryðjuverkahætta í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: 11/sept

ps: Heimildarmyndin Truth Rising - ath - stór skrá - hægri smellið og veljið "save as" hér

Innlent, hraðvirkt niðurhal

11/sept, 11.9.2009 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

11/sept

Höfundur

11/sept
11/sept
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • obama p

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband